Viðskipti erlent

Þarft aldrei að týna lyklunum aftur

Á myndinni má sjá appelsínugulan Chipolo-miða sem búið er að hengja á fartölvu.
Á myndinni má sjá appelsínugulan Chipolo-miða sem búið er að hengja á fartölvu.
Chipolo eru litlir merkimiðar með útvarpsbylgjur sem maður bindur á smáhluti á borð við lykla og veski, jafnvel gæludýr.

Snjallsímar geta svo staðsett hlutina þína í gegnum Bluetooth á Chipolo-appi. Þannig þarftu aldrei að týna húslyklum á ný.

Verkefnið safnar nú fjármagni á vefsíðunni Kickstarter, en söfnunin hefur gengið vonum framar. Búist er við Chipolo á markað innan nokkurra vikna.

Chipolo eru litlir miðar sem hægt er að fá í öllum regnbogans litum. Miðarnir hafa rafhlöðu sem á að duga í allt að sex mánuði.

Chipolo verður aðgengilegt fyrir bæði iPhone og Android stýrikerfi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×