Er ekki hræddur við neina samkeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2013 06:30 fStefán er sannfærður um að hann fái að spila nóg á næstu árum þótt samkeppnin sé afar erfið. Hann er hér í leik gegn Kiel en Löwen á einmitt að spila við Aron Pálmarsson og félaga í kvöld.nordicphotos/bongarts „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég skrifaði undir. Þegar maður er kominn í þessi gæði þá vill maður vera þar og halda áfram að berjast,“ segir landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen sem gildir út leiktíðina 2015. Það vakti athygli margra að hinn 23 ára gamli Stefán Rafn skyldi framlengja samning sinn við liðið í ljósi þess að þar er fyrir besti vinstri hornamaður heims – Uwe Gensheimer. Guðjón Valur Sigurðsson fékk lítið að spila er hann keppti við Gensheimer og því er það verðugt verkefni fyrir Stefán að keppa um mínútur við þýska landsliðsmanninn.Gef bara meira í „Ég er ekkert hræddur við neina samkeppni. Þegar maður er í svona erfiðri samkeppni þá gefur maður bara meira í. Ég hef verið hrikalega duglegur að æfa og aldrei í betra formi en núna. Það herðir mig meira að keppa við mann eins og Gensheimer og er gott fyrir mig. Þegar ég veit að ég er farinn að standa aðeins í vegi fyrir honum þá veit ég að ég er orðinn helvíti góður. Þetta er alvöru áskorun,“ segir Stefán Rafn ákveðinn en hann óttast ekki að það muni hamla framförum hans sem leikmanns ef hann fær ekki að spila nóg. „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum á öllum sviðum síðan ég kom hingað. Ég er að skjóta á besta markvörð heims á hverri einustu æfingu og það eitt og sér er ekki auðvelt. Ég er á uppleið og er því ekkert hræddur við að staðna eða annað.“Nýtt mín tækifæri vel Stefán Rafn hefur verið að fá sínar mínútur í vetur þótt oft séu þær af skornum skammti. „Markmiðið er að fjölga mínútunum og það geri ég með því að standa mig vel þegar ég fæ tækifæri. Ég hef verið að nýta mín tækifæri vel. Það er því undir mér komið að halda áfram að bæta mig eins og ég hef verið að gera. Ég læri líka mikið af Gensheimer og fleiri góðum leikmönnum. Það má ekki gleyma því. Ég er sannfærður um að ég sé að gera rétt með því að halda áfram hjá þessu félagi,“ segir Stefán og bætir við að hann búi líka að því að Löwen sé með frábæra æfingaaðstöðu. Guðmundur Guðmundsson lætur af starfi þjálfara Löwen næsta sumar og við stöðu hans tekur Daninn Nikolaj Jacobsen. „Hann er líka hornamaður og mun því klárlega geta kennt mér ýmislegt líka.“ Það er mikilvæg vika hjá Löwen. Í kvöld spilar liðið við Kiel á útivelli í átta liða úrslitum í bikarnum og svo um helgina er það útileikur gegn Hamburg. Liðið verður því á hótelum alla vikuna. Kiel og Löwen hafa mæst einu sinni í vetur og það var hörkuleikur sem endaði með þriggja marka sigri Kiel. „Það er úrslitahelgin undir í Kiel og ég lofa hörkuleik. Við mætum til þess að vinna og höfum trú á því að við getum það, ólíkt minni liðunum sem eru búin að tapa fyrirfram þegar þau fara þangað. Slík er virðingin fyrir Kiel.“ Stefán segir að markmið Löwen í vetur sé að keppa um alla titla. Vera með allt til enda. „Mér finnst við eiga möguleika í deildinni. Ef við vinnum Kiel í bikarnum getum við farið alla leið þegar kemur að úrslitahelginni.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég skrifaði undir. Þegar maður er kominn í þessi gæði þá vill maður vera þar og halda áfram að berjast,“ segir landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen sem gildir út leiktíðina 2015. Það vakti athygli margra að hinn 23 ára gamli Stefán Rafn skyldi framlengja samning sinn við liðið í ljósi þess að þar er fyrir besti vinstri hornamaður heims – Uwe Gensheimer. Guðjón Valur Sigurðsson fékk lítið að spila er hann keppti við Gensheimer og því er það verðugt verkefni fyrir Stefán að keppa um mínútur við þýska landsliðsmanninn.Gef bara meira í „Ég er ekkert hræddur við neina samkeppni. Þegar maður er í svona erfiðri samkeppni þá gefur maður bara meira í. Ég hef verið hrikalega duglegur að æfa og aldrei í betra formi en núna. Það herðir mig meira að keppa við mann eins og Gensheimer og er gott fyrir mig. Þegar ég veit að ég er farinn að standa aðeins í vegi fyrir honum þá veit ég að ég er orðinn helvíti góður. Þetta er alvöru áskorun,“ segir Stefán Rafn ákveðinn en hann óttast ekki að það muni hamla framförum hans sem leikmanns ef hann fær ekki að spila nóg. „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum á öllum sviðum síðan ég kom hingað. Ég er að skjóta á besta markvörð heims á hverri einustu æfingu og það eitt og sér er ekki auðvelt. Ég er á uppleið og er því ekkert hræddur við að staðna eða annað.“Nýtt mín tækifæri vel Stefán Rafn hefur verið að fá sínar mínútur í vetur þótt oft séu þær af skornum skammti. „Markmiðið er að fjölga mínútunum og það geri ég með því að standa mig vel þegar ég fæ tækifæri. Ég hef verið að nýta mín tækifæri vel. Það er því undir mér komið að halda áfram að bæta mig eins og ég hef verið að gera. Ég læri líka mikið af Gensheimer og fleiri góðum leikmönnum. Það má ekki gleyma því. Ég er sannfærður um að ég sé að gera rétt með því að halda áfram hjá þessu félagi,“ segir Stefán og bætir við að hann búi líka að því að Löwen sé með frábæra æfingaaðstöðu. Guðmundur Guðmundsson lætur af starfi þjálfara Löwen næsta sumar og við stöðu hans tekur Daninn Nikolaj Jacobsen. „Hann er líka hornamaður og mun því klárlega geta kennt mér ýmislegt líka.“ Það er mikilvæg vika hjá Löwen. Í kvöld spilar liðið við Kiel á útivelli í átta liða úrslitum í bikarnum og svo um helgina er það útileikur gegn Hamburg. Liðið verður því á hótelum alla vikuna. Kiel og Löwen hafa mæst einu sinni í vetur og það var hörkuleikur sem endaði með þriggja marka sigri Kiel. „Það er úrslitahelgin undir í Kiel og ég lofa hörkuleik. Við mætum til þess að vinna og höfum trú á því að við getum það, ólíkt minni liðunum sem eru búin að tapa fyrirfram þegar þau fara þangað. Slík er virðingin fyrir Kiel.“ Stefán segir að markmið Löwen í vetur sé að keppa um alla titla. Vera með allt til enda. „Mér finnst við eiga möguleika í deildinni. Ef við vinnum Kiel í bikarnum getum við farið alla leið þegar kemur að úrslitahelginni.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira