Handbolti

Danskur landsliðsmaður til Ljónanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Skyttan Mads Mensah Larsen hefur samið við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila með liðinu frá og með næstu leiktíð.

Larsen er 22 ára gamall danskur landsliðsmaður og kemur frá Álaborg. Hann lék áður með Nordsjælland og ofurliðinu AG áður en það fór á hausinn sumarið 2012.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen en hættir hjá liðinu í sumar og tekur þá við danska landsliðinu.

Larsen vann silfur með Dönum á HM í fyrra og verður í eldlínunni á heimavelli þegar að Evrópumeistaramótið hefst á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×