Körfubolti

Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag.

Hairston skoraði 23 stig og tók átta fráköst en fast á hæla honum kom troðslukóngurinn úr Hólminum, Travis Cohn, með 20 stig og sex fráköst. Terrence Watson skoraði 21 stig fyrir Domino's og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson skoraði 20 stig.

Í hálfleik fór fram þriggja stiga keppi karla og þar hafði Magnús Þór Gunnarsson úr Keflavík sigur.

Icelandair liðið - Domino´s liðið 140-116 (37-26, 31-29, 32-28, 40-33)

Icelandair liðið: Matthew James Hairston 23/8 fráköst, Travis Cohn III 20/6 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Chris Woods 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 16/4 fráköst/6 stolnir, Gunnar Ólafsson 14, Darrel Keith Lewis 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/13 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/4 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 0/6 fráköst.

Domino´s liðið: Terrence Watson 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/4 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Mike Cook Jr. 10/7 stoðsendingar, Martin Hermannsson 7, Haukur Óskarsson 6, Matthías Orri Sigurðarson 5/6 fráköst, Kári Jónsson 4, Emil Barja 2/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×