Körfubolti

Gömlu Keflavíkurkempurnar úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR.
Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR. Mynd/Daníel
Bikarævintýri B-liðs Keflavíkur er lokið þetta árið en liðið tapaði í kvöld fyrir ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti, 139-90.

Sigur ÍR-inga var öruggur en það sést á tölum leiksins að varnarleikurinn var ekki í aðalhlutverki í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 69-39, ÍR í vil.

Damon Johnson spilaði ekki með Keflavík að þessu sinni eins og í síðustu umferð bikarkeppninnar en fyrrum leikmenn úr sigursælu liði Keflvíkinga sýndu gamalkunna takta í kvöld. Stigahæstur þeirra var Gunnar Einarsson með 23 stig.

Magnús Þór Gunnarsson spilaði einnig með Keflvíkingum en hann hefur verið frá keppni í haust vegna handarbrots. Hann er þó að komast af stað á nýjan leik.

Þetta var síðasti leikurinn í 8-liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar. ÍR er komið í undanúrslit ásamt Þór Þorlákshöfn, Grindavík og Tindastóli.

ÍR-Keflavík b 139-90 (31-18, 38-21, 37-23, 33-28)

ÍR: Nigel Moore 21/11 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/7 fráköst, Kristófer Fannar Stefánsson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/4 fráköst, Jón Valgeir Tryggvason 7, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst/12 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/5 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 5, Daníel Freyr Friðriksson 3/6 stoðsendingar.

Keflavík b: Gunnar Einarsson 23/5 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 15/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Elentínus Margeirsson 9, Davíð Þór Jónsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 6/5 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 6, Sævar Sævarsson 6, Guðjón Skúlason 5, Sigurður  Sigurbjörnsson 2/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 0, Albert Óskarsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×