Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-30 | Haukar mæta ÍR í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. febrúar 2014 15:04 Árni Steinn sækir að marki FH í kvöld. Vísir/valli Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira