Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 21-32 | Enn tapar HK Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 20. febrúar 2014 18:06 Vísir/Stefán ÍR lagði HK 32-21 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en ÍR var mikið betra í seinni hálfleik þar sem liðið gerði út um leikinn mjög snemma. ÍR var allan tíman yfir en jafnræði var þó með liðunum framan af leik. Aldrei munaði meira en þremur mörkum í fyrri hálfleik en HK lék langar sóknir og geta nagað sig í handarbökin yfir öllum þeim dauðafærum sem liðið fór illa með í fyrri hálfleik. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-12 og mættu gestirnir mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt sex marka forystu. Leikurinn var mjög hægur í fyrri hálfleik og náði HK að stjórna hraða leiksins þrátt fyrir að vera alltaf undir. ÍR náði að auka hraðann í seinni hálfleik og gat skorað að vild. ÍR skoraði níu mörk á tíu fyrstu mínútum seinni hálfleiks og gerðu í raun út um leikinn. HK missti trúna mjög snemma í seinni hálfleik en auðvelt er að brjóta liðið á bak aftur þar sem ekkert sjálfstraust er í liðinu í lang neðsta sæti deildarinnar. ÍR-ingar vissu að þetta var leikur sem ætti að vinnast og það sást á mönnum í fyrri hálfleik. Bjarki Sigurðsson þjálfari náði að kveikja í liði sínu í hálfleik og með betri vörn og hraðari leik var eftirleikurinn auðveldur. Jón Heiðar: Engar Braveheart langar ræður„Þetta var ömurlega illa spilaður fyrri hálfleikur. Það var mikið um tækni mistök og hálf brot í vörninni. Þetta var lélegt en svo vöknuðum við í seinni hálfleik og sýndum okkar leik og náðum að keyra yfir þá,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður ÍR og fyrrum leikmaður HK. „Við vorum hægir og klúðruðum færum en svo kom hraði í sóknarleikinn. Við fengum líka upp stemningu og baráttu. „Í fyrri hálfleik þá tókum við fyrsta sénsinn, hálffæri í stað þess að losa boltann og velja maninn sem er laus. Það munar öllu þegar við veljum rétt og leikum agaðan sóknarleik. Þá erum við ágætir,“ sagði Jón Heiðar sem vildi ekki meina að ÍR hafi vanmetið HK fyrir leikinn. „Engan vegin. Það vita allir að HK er hörkulið. Þeir sýndu í 40 mínútur á móti Haukum að þeir kunna vel að spila handbolta þó þeir hafi byrjað illa. Þeir eiga miklu meira inni. Það er leiðinlegt sem gamall HK-ingur að sjá hvað þetta gengur illa hjá þeim. Það er súrsætt að vinna þá og ég vona að þeir rífi sig upp. „Það kom góður kafli hjá okkur og þá fann maður að þetta var komið. Það gerði okkur auðveldara fyrir,“ sagði Jón Heiðar sem sagði að Bjarki Sigurðsson þjálfari hafi ekki þurft að lesa yfir þeim í hálfleik. „Við erum orðnir svo þroskaðir að við tökum þetta á rólegheitunum núna. Stutt spjall, engar Braveheart langar ræður eins og Bjarki var stundum með. Hann er farinn að taka þetta stutt og laggott og þá eru menn ekkert að kólna.“ Ólafur Víðir: Hrynur allt við smá mótlæti„Við spiluðum frábærlega fram á við í fyrri hálfleik. Það var ákveðinn léttir því við höfum átt í vandræðum sóknarlega. Svo fara menn inn í sína skel og þeir hlaupa yfir okkur í sjö, átta mínútur,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson. „Við sköpum okkur helling og það eru einhver dauðafæri sem við eigum að nýta en þegar sjálfstraustið er ekki meira en þetta þá eru þessi skot ekki að detta inn. „Við vorum að slútta vel á markið, vorum að koma okkur heim þegar við skoruðum ekki en strax í seinni hálfleik brotnar leikskipulagið alveg og menn skjóta ótímabærum skotum og þá lenda menn í því sem við höfum verið að lenda í nánast hverjum einasta leik í vetur, að liðið hleypur yfir okkur. „ÍR er þannig uppbyggt að þetta eru ótrúlega fljótir strákar og hlaupa upp á mörgum mönnum. Ef við ætlum að vinna þetta lið þá þurfum við að spila seinni hálfleik alveg eins og þann fyrri. „Þetta var eiginlega aftur í Valsleikinn. Seinni hálfleikur var eins og seinni hálfleikur gegn Val. Þetta er svipuð mynd. Það gekk ekkert upp og skotin eru léleg, ákvarðanir lélegar. Ég skil ekki af hverju vegna þess að við fórum vel yfir þetta inni í klefa og okkur leið vel inni á vellinum í fyrsta sinn í langan tíma en svo þegar það kemur smá mótlæti þá virðist all hrynja,“ sagði Ólafur Víðir sem lék loks á ný með HK eftir meiðsli. „Ég er allur að koma til. Þetta er nokkra ára meiðslasaga. Ég vona að ég geti klárað veturinn á fullu. Ég kem mér hægt og rólega í form. Nú fáum við tvær vikur fyrir næsta leik. Ég æfi vel og svo klárum við þetta og sjáum hvað gerist.“ Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍR lagði HK 32-21 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en ÍR var mikið betra í seinni hálfleik þar sem liðið gerði út um leikinn mjög snemma. ÍR var allan tíman yfir en jafnræði var þó með liðunum framan af leik. Aldrei munaði meira en þremur mörkum í fyrri hálfleik en HK lék langar sóknir og geta nagað sig í handarbökin yfir öllum þeim dauðafærum sem liðið fór illa með í fyrri hálfleik. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-12 og mættu gestirnir mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt sex marka forystu. Leikurinn var mjög hægur í fyrri hálfleik og náði HK að stjórna hraða leiksins þrátt fyrir að vera alltaf undir. ÍR náði að auka hraðann í seinni hálfleik og gat skorað að vild. ÍR skoraði níu mörk á tíu fyrstu mínútum seinni hálfleiks og gerðu í raun út um leikinn. HK missti trúna mjög snemma í seinni hálfleik en auðvelt er að brjóta liðið á bak aftur þar sem ekkert sjálfstraust er í liðinu í lang neðsta sæti deildarinnar. ÍR-ingar vissu að þetta var leikur sem ætti að vinnast og það sást á mönnum í fyrri hálfleik. Bjarki Sigurðsson þjálfari náði að kveikja í liði sínu í hálfleik og með betri vörn og hraðari leik var eftirleikurinn auðveldur. Jón Heiðar: Engar Braveheart langar ræður„Þetta var ömurlega illa spilaður fyrri hálfleikur. Það var mikið um tækni mistök og hálf brot í vörninni. Þetta var lélegt en svo vöknuðum við í seinni hálfleik og sýndum okkar leik og náðum að keyra yfir þá,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður ÍR og fyrrum leikmaður HK. „Við vorum hægir og klúðruðum færum en svo kom hraði í sóknarleikinn. Við fengum líka upp stemningu og baráttu. „Í fyrri hálfleik þá tókum við fyrsta sénsinn, hálffæri í stað þess að losa boltann og velja maninn sem er laus. Það munar öllu þegar við veljum rétt og leikum agaðan sóknarleik. Þá erum við ágætir,“ sagði Jón Heiðar sem vildi ekki meina að ÍR hafi vanmetið HK fyrir leikinn. „Engan vegin. Það vita allir að HK er hörkulið. Þeir sýndu í 40 mínútur á móti Haukum að þeir kunna vel að spila handbolta þó þeir hafi byrjað illa. Þeir eiga miklu meira inni. Það er leiðinlegt sem gamall HK-ingur að sjá hvað þetta gengur illa hjá þeim. Það er súrsætt að vinna þá og ég vona að þeir rífi sig upp. „Það kom góður kafli hjá okkur og þá fann maður að þetta var komið. Það gerði okkur auðveldara fyrir,“ sagði Jón Heiðar sem sagði að Bjarki Sigurðsson þjálfari hafi ekki þurft að lesa yfir þeim í hálfleik. „Við erum orðnir svo þroskaðir að við tökum þetta á rólegheitunum núna. Stutt spjall, engar Braveheart langar ræður eins og Bjarki var stundum með. Hann er farinn að taka þetta stutt og laggott og þá eru menn ekkert að kólna.“ Ólafur Víðir: Hrynur allt við smá mótlæti„Við spiluðum frábærlega fram á við í fyrri hálfleik. Það var ákveðinn léttir því við höfum átt í vandræðum sóknarlega. Svo fara menn inn í sína skel og þeir hlaupa yfir okkur í sjö, átta mínútur,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson. „Við sköpum okkur helling og það eru einhver dauðafæri sem við eigum að nýta en þegar sjálfstraustið er ekki meira en þetta þá eru þessi skot ekki að detta inn. „Við vorum að slútta vel á markið, vorum að koma okkur heim þegar við skoruðum ekki en strax í seinni hálfleik brotnar leikskipulagið alveg og menn skjóta ótímabærum skotum og þá lenda menn í því sem við höfum verið að lenda í nánast hverjum einasta leik í vetur, að liðið hleypur yfir okkur. „ÍR er þannig uppbyggt að þetta eru ótrúlega fljótir strákar og hlaupa upp á mörgum mönnum. Ef við ætlum að vinna þetta lið þá þurfum við að spila seinni hálfleik alveg eins og þann fyrri. „Þetta var eiginlega aftur í Valsleikinn. Seinni hálfleikur var eins og seinni hálfleikur gegn Val. Þetta er svipuð mynd. Það gekk ekkert upp og skotin eru léleg, ákvarðanir lélegar. Ég skil ekki af hverju vegna þess að við fórum vel yfir þetta inni í klefa og okkur leið vel inni á vellinum í fyrsta sinn í langan tíma en svo þegar það kemur smá mótlæti þá virðist all hrynja,“ sagði Ólafur Víðir sem lék loks á ný með HK eftir meiðsli. „Ég er allur að koma til. Þetta er nokkra ára meiðslasaga. Ég vona að ég geti klárað veturinn á fullu. Ég kem mér hægt og rólega í form. Nú fáum við tvær vikur fyrir næsta leik. Ég æfi vel og svo klárum við þetta og sjáum hvað gerist.“
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira