Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 29-24 | Eyjamenn stungu af í seinni Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2014 13:28 Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira