Yankees ekki lengur með dýrasta liðið í hafnaboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 17:30 Zack Greinke fær vel borgað fyrir sín störf. Vísir/getty Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári. Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári.
Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti