Sport

Sveinbjörg í góðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinbjörg er í góðri stöðu eftir fyrri daginn á Norðurlandamótinu í fjölþrautum sem fer fram um helgina.
Sveinbjörg er í góðri stöðu eftir fyrri daginn á Norðurlandamótinu í fjölþrautum sem fer fram um helgina. Vísir/Sveinbjörg
Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina.

Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er tæpum 400 stigum á undan næstu konu, Sofiu Johnsson frá Noregi.

Sveinbjörg bar sigur úr býtum í 100m grindahlaupi, hástökki og kúluvarpi og varð þriðja í 200m hlaupi. Hún keppir í langstökki, spjótkasti og 800m hlaupi í dag.

Ingi Rúnar Kristinsson er efstur í U-23 ára flokki karla með 3809 stig, 123 stigum á undan Norðmanninum Jostein Kvikstad.

Ingi sigraði í kúluvarpi og langstökki, þar sem hann stökk í fyrsta sinn yfir sjö metra, varð annar í hástökki, 4-5. í 100m hlaupi og 6. í 400m hlaupi. Í dag keppir hann í 110m grindahlaupi, kringlukasti, stangarstökki, spjótkasti og 1500m hlaupi

Krister Blær Jónsson, Arnar Magnússonar, er í öðru sæti í drengjaflokki með 3575 stig, 303 stigum á eftir Finnanum Elmo Savola.

Yngri bróðir Kristers, Tristan Freyr, er í fjórða sæti í sveinaflokki með 3211 stig

Keppni hefst að nýju klukkan 10:00 í dag.


Tengdar fréttir

Erfiðara að horfa á

Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×