Golf

Margir í toppbaráttunni á Wyndham meistaramótinu

Scott Langley hefur leikið vel hingað til.
Scott Langley hefur leikið vel hingað til. AP/Getty
Það er mikil spenna á Windham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en þegar að mótið er hálfnað eru 15 kylfingar á átta höggum undir pari eða betur.

Heath Slocum og Scott Langley hafa leikið best og deila fyrsta sætinu á 10 höggum undir pari. Nokkrir kylfingar eru á níu höggum undir og enn fleiri á átta undir og því margir nálægt toppbaráttunni.

Þrátt fyrir að nokkrir sterkir kylfingar taki sér frí um helgina stefnir allt í mjög spennandi mót enda eru stig í boði sem gilda í Fed-Ex bikarnum sem hefst í næstu viku. Þar leika 125 stigahæstu kylfingar PGA-mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum er Barclays meistaramótið.

Sedgefield völlurinn hefur hingað til boðið upp á góðar aðstæður til þess að skora vel en niðurskurðurinn miðaðist við tvö högg undir pari. Mótið er að sjálfsögðu sýnt á Golfstöðinni og hefst bein útsending í kvöld klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×