Sport

Tveir dæmdir úr leik og Arnar Helgi fékk bronsið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Helgi Lárusson með bronsverðlaunin um hálsinn, lengst til hægri.
Arnar Helgi Lárusson með bronsverðlaunin um hálsinn, lengst til hægri. mynd/ífsport.is
Arnar Helgi Lárusson fékk síðbúin bronsverðlaun í 200 metra hjólastólakappakstri í flokki T53 á EM fatlaðra í Swansea í kvöld.

Hann hafnaði í fimmta og síðasta sæti í keppninni í dag, en nú undir kvöldið kom í ljós að tveir keppendur voru dæmdir úr leik.

Frakkinn Nicolas Brignone, sem fékk bronsið, og Ítali sem varð í fjórða sæti styttu sér leið í gegnum beygju, en brautin var blaut og erfið viðureignar.

Íslenski hópurinn var í kvöldmat þegar hann fékk skilaboð frá mótstjórn að Arnar Helgi ætti að mæta í verðlaunaafhendingu, að sögn Jóns Björns Ólafssonar, fararstjóra.

Þetta eru fyrstu verðlaun Arnars Helga á stórmóti, en hann varð einnig í fimmta sæti í 100 metra hjólastólakappakstrinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×