Ólafur Björn tryggði sér þáttökkurétt á Nordic-mótaröðinni Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2014 15:06 Ólafur í eldlínunni í sumar. Vísir/Daníel Ólafur Björn Loftsson, NK, tryggði sér í dag fullan þáttökurétt á Nordic-mótaröðinni fyrir næstu leiktíð. Leikið var á Skjoldernæsholm vellinum á Sjálandi. Nordic-mótaröðin er skandinavísk mótaröð og með góðri spilamennsku undanfarna daga hefur Ólafur tryggt sér sæti á mótaröðinni. Ólafur spilaði hringina þrjá á 212 höggum; 70, 71 og 71 höggum og lenti í 12. sæti. Efstu 25 tryggðu sér sæti á næstu leiktíð. „Þetta er bara frábært. Ég er búinn að vera hér í 10 daga og þetta gekk bara mjög vel," sagði Ólafur Björn í samtali við Vísi. „Ég er 100% með þáttökkurétt á þessu móti fyrir næstu leiktíð, en ég tek þátt í úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í nóvember. Hún fer fram í Valencia og þar verða Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Rafn Gissurason einnig." Styrktaraðilar Ólafs gera honum kleift að taka þátt í þessu, en það er enginn smá kostnaður við að taka þátt í svona móti. „Þetta er gífurlega kostnaðarsamt, en ég er með frábæra styrktaraðila eins og Forskot, Icelandair, Valitor og Eimskip sem gera mér kleift að taka þátt í þessu," sagði Ólafur Björn við Vísi að lokum. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, NK, tryggði sér í dag fullan þáttökurétt á Nordic-mótaröðinni fyrir næstu leiktíð. Leikið var á Skjoldernæsholm vellinum á Sjálandi. Nordic-mótaröðin er skandinavísk mótaröð og með góðri spilamennsku undanfarna daga hefur Ólafur tryggt sér sæti á mótaröðinni. Ólafur spilaði hringina þrjá á 212 höggum; 70, 71 og 71 höggum og lenti í 12. sæti. Efstu 25 tryggðu sér sæti á næstu leiktíð. „Þetta er bara frábært. Ég er búinn að vera hér í 10 daga og þetta gekk bara mjög vel," sagði Ólafur Björn í samtali við Vísi. „Ég er 100% með þáttökkurétt á þessu móti fyrir næstu leiktíð, en ég tek þátt í úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í nóvember. Hún fer fram í Valencia og þar verða Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Rafn Gissurason einnig." Styrktaraðilar Ólafs gera honum kleift að taka þátt í þessu, en það er enginn smá kostnaður við að taka þátt í svona móti. „Þetta er gífurlega kostnaðarsamt, en ég er með frábæra styrktaraðila eins og Forskot, Icelandair, Valitor og Eimskip sem gera mér kleift að taka þátt í þessu," sagði Ólafur Björn við Vísi að lokum.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira