Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 11:26 Mótmælafundir voru haldnir reglulega á árunum 2008 og 2009. Vísir / Daníel Lögreglan sendi nemendur úr lögregluskólanum út á meðal mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið 15. nóvember árið 2008. Nemendurnir voru óeinkennisklæddir og blönduðust því í hóp mótmælenda. Þetta kemur fram í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Lögreglan bjóst við hörðum aðgerðum af hendi nokkurra mótmælenda; nokkurra anarkista og 50 til 100 manna hóps sem þeim fylgdi. „Var ákveðið að fá óeinkennisklædda skólanema Lögregluskólans til að vera innan um mótmælendur til að sjá hvort eitthvað væri í aðsigi sem kallaði á aðgerðir lögreglu,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina dæmið sem finna má í skýrslunni um að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi verið sendir út á meðal mótmælenda til að afla upplýsinga. Til að mynda voru óeinkenndir rannsóknarlögreglumenn á ferðinni þann 17. desember sama ár til að afla upplýsinga um hvar búast mætti við mótmælum á hverjum tíma. Fleiri dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni. Í skýrslunni er einnig sagt frá því að óeinkenndur lögreglumaður hafi blandað sér í hóp hústökufólks við Vatnstíg þann 14. apríl árið 2009. Segir frá því að hann hafi heyrt á tali fólks að verja ætti húsið fram á nótt og að lögreglu yrði veittur mótþrói. Daginn eftir réðist lögregla inn í húsið og handtók sextán manns. Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Lögreglan sendi nemendur úr lögregluskólanum út á meðal mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið 15. nóvember árið 2008. Nemendurnir voru óeinkennisklæddir og blönduðust því í hóp mótmælenda. Þetta kemur fram í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Lögreglan bjóst við hörðum aðgerðum af hendi nokkurra mótmælenda; nokkurra anarkista og 50 til 100 manna hóps sem þeim fylgdi. „Var ákveðið að fá óeinkennisklædda skólanema Lögregluskólans til að vera innan um mótmælendur til að sjá hvort eitthvað væri í aðsigi sem kallaði á aðgerðir lögreglu,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina dæmið sem finna má í skýrslunni um að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi verið sendir út á meðal mótmælenda til að afla upplýsinga. Til að mynda voru óeinkenndir rannsóknarlögreglumenn á ferðinni þann 17. desember sama ár til að afla upplýsinga um hvar búast mætti við mótmælum á hverjum tíma. Fleiri dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni. Í skýrslunni er einnig sagt frá því að óeinkenndur lögreglumaður hafi blandað sér í hóp hústökufólks við Vatnstíg þann 14. apríl árið 2009. Segir frá því að hann hafi heyrt á tali fólks að verja ætti húsið fram á nótt og að lögreglu yrði veittur mótþrói. Daginn eftir réðist lögregla inn í húsið og handtók sextán manns.
Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12
Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55