Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 19:02 Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum. Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum.
Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira