Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-26 | Meistararnir höfðu sigur á Ásvöllum Benedikt Grétarsson skrifar 25. október 2014 00:01 vísir/stefán Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á Haukum í dag, þegar liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍBV náði mest 10 marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 11-16. Haukar náðu að jafna metin en Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu sætum sigri. Liðin sem háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor mættust í fyrsta sinn síðan Eyjamenn tryggðu sér bikarinn á dramatískan hátt. Gestirnir úr Eyjum höfðu greinilega fengið sér eitthvað staðgott að borða í Herjólfi því að þeir gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn og eftir 20 mínútna leik var staðan 3-13 fyrir ÍBV. Ótrúlegar tölur en Haukar voru algjörlega ráðvilltir gegn hreyfanlegum varnarleik Eyjamanna. Ekki bætti úr skák fyrir Hauka að í þau fáu skipti sem þeir komust í vænlegt færi, varði Kolbeinn Arnarsson frá þeim með tilþrifum. Varnarleikur ÍBV skilaði fjölmörgum hraðupphlaupum og allt útlit var fyrir algjöra niðurlægingu heimamanna. Haukar náðu að berja sig í gang síðustu tíu mínutur fyrri hálfleiks, sem þeir unnu 8-3 og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik var staðan 11-16 fyrir ÍBV. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nápu að jafna metin í 16-16 eftir um níu mínútna leik. Lokakaflinn var spennandi en þar reyndust gestirnir úr Eyjum sterkari og unnu þriggja marka sigur, 23-26. Sigurinn var sanngjarn en leikmenn ÍBV léku góðan varnarleik og skoruðu mikið af auðveldum hraðaupphlaupsmörkum eftir að hafa unnið boltann af Haukum. Hreyfanlegur varnarleikur ÍBV var góður lengst af í leiknum og Andri Heimir, Einar og Theódór fóru á kostum í sókninni. Markverðir liðsins vörðu ekki mörg skot en að sama skapi ansi mikilvæg. Haukar voru lengstum úti á þekju. Þeir eiga hrós skilið að koma til baka eftir að hafa lent 3-13 undir en alltof margir lykilmenn voru hreinlega slakir í dag. Má þar nefna Árna Stein Steinþórsson, sem vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Gunnar Magnússon: Lykilleikur fyrir okkurGunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var orðinn ansi sveittur á hliðarlínunni í síðari hálfleik. „Já, ég skal alveg viðurkenna það að ég var orðinn pínu stressaður. Við náðum ekki að skora eitt-tvö mörk sem okkur vantaði til að komast aftur í þægilega stöðu en karakterinn var góður og við náðum í þessa tvo mikilvægu punkta.“ Þjálfarinn fór ekkert í grafgötur með mikilvægi sigursins. „Við vorum einfaldlega skítlélegir á móti Val og því var algjört lykilatriði að krækja í sigur hér í dag. Efstu liðin í deildinni voru komin svolítið langt á undan okkur og við máttum ekki við því að dragast lengra aftur úr. Þetta er langur vetur en ég er gríðarlega ánægðu með mína menn í dag.“ Patrekur Jóhannesson: Það versta sem ég hef séð.„Ég hef verið með Hauka í eitt og hálft ár og þessar fyrstu 20 mínútur í dag, eru án efa versta frammistaða liðsins undir minni stjórn. Ég veit ekki hvað veldur þessu en menn gjörsamlega nötruðu inni á vellinum og voru engan veginn tilbúnir í verkefnið.“ Blaðamaður spyr Patrek að varnarleikur ÍBV hafi virkilega komið Haukamönnum svona mikið á óvart en Eyjamenn hafa leikið þessa hreyfanlegu vörn sína alveg frá því að Gunnar Magnússon tók við liðinu fyrir rúmu ári. „Nei veistu, það er ótrúlega þægilegt að mörgu leyti að undirbúa sig gegn ÍBV, einfaldlega af þeirri ástæðu að liðið er mjög vanafast í sínum áherslum og lítið sem kemur manni á óvart í sjálfu sér. Menn voru bara ekki tilbúnir og það er eitthvað sem við þurfum allir, bæði leikmenn og þjálfara, að skoða betur,“ sagði brúnaþungur þjálfari Hauka. Andri Heimir: Við förum sáttir í HerjólfAndri Heimir Friðriksson átti flottan leik fyrir ÍBV í dag en Andri skoraði sjö mörk. Hann var því brosmildur í leikslok. „Þetta var flott maður, svolítið skrítinn leikur reyndar. Við erum að spila frábærlega og komnir með þægilegt forskot en svo missum við einbeitinguna og Huakr koma til baka. Þeir eiga alveg hrós skilið fyrir það en við unnum þetta sanngjarnt að lokum að mínu mati.“ Að venju var góð stemming í herbúðum Eyjamanna í leiknum, bæði á varamannabekknum og á áhorfendapöllunum. „Já við förum sáttir heim til Eyja. Aldrei að vita nema maður fái sér ískaldan appelsínusafa til að fagna sigrinum,“ sagði Andi Heimir glottandi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á Haukum í dag, þegar liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍBV náði mest 10 marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 11-16. Haukar náðu að jafna metin en Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu sætum sigri. Liðin sem háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor mættust í fyrsta sinn síðan Eyjamenn tryggðu sér bikarinn á dramatískan hátt. Gestirnir úr Eyjum höfðu greinilega fengið sér eitthvað staðgott að borða í Herjólfi því að þeir gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn og eftir 20 mínútna leik var staðan 3-13 fyrir ÍBV. Ótrúlegar tölur en Haukar voru algjörlega ráðvilltir gegn hreyfanlegum varnarleik Eyjamanna. Ekki bætti úr skák fyrir Hauka að í þau fáu skipti sem þeir komust í vænlegt færi, varði Kolbeinn Arnarsson frá þeim með tilþrifum. Varnarleikur ÍBV skilaði fjölmörgum hraðupphlaupum og allt útlit var fyrir algjöra niðurlægingu heimamanna. Haukar náðu að berja sig í gang síðustu tíu mínutur fyrri hálfleiks, sem þeir unnu 8-3 og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik var staðan 11-16 fyrir ÍBV. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nápu að jafna metin í 16-16 eftir um níu mínútna leik. Lokakaflinn var spennandi en þar reyndust gestirnir úr Eyjum sterkari og unnu þriggja marka sigur, 23-26. Sigurinn var sanngjarn en leikmenn ÍBV léku góðan varnarleik og skoruðu mikið af auðveldum hraðaupphlaupsmörkum eftir að hafa unnið boltann af Haukum. Hreyfanlegur varnarleikur ÍBV var góður lengst af í leiknum og Andri Heimir, Einar og Theódór fóru á kostum í sókninni. Markverðir liðsins vörðu ekki mörg skot en að sama skapi ansi mikilvæg. Haukar voru lengstum úti á þekju. Þeir eiga hrós skilið að koma til baka eftir að hafa lent 3-13 undir en alltof margir lykilmenn voru hreinlega slakir í dag. Má þar nefna Árna Stein Steinþórsson, sem vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Gunnar Magnússon: Lykilleikur fyrir okkurGunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var orðinn ansi sveittur á hliðarlínunni í síðari hálfleik. „Já, ég skal alveg viðurkenna það að ég var orðinn pínu stressaður. Við náðum ekki að skora eitt-tvö mörk sem okkur vantaði til að komast aftur í þægilega stöðu en karakterinn var góður og við náðum í þessa tvo mikilvægu punkta.“ Þjálfarinn fór ekkert í grafgötur með mikilvægi sigursins. „Við vorum einfaldlega skítlélegir á móti Val og því var algjört lykilatriði að krækja í sigur hér í dag. Efstu liðin í deildinni voru komin svolítið langt á undan okkur og við máttum ekki við því að dragast lengra aftur úr. Þetta er langur vetur en ég er gríðarlega ánægðu með mína menn í dag.“ Patrekur Jóhannesson: Það versta sem ég hef séð.„Ég hef verið með Hauka í eitt og hálft ár og þessar fyrstu 20 mínútur í dag, eru án efa versta frammistaða liðsins undir minni stjórn. Ég veit ekki hvað veldur þessu en menn gjörsamlega nötruðu inni á vellinum og voru engan veginn tilbúnir í verkefnið.“ Blaðamaður spyr Patrek að varnarleikur ÍBV hafi virkilega komið Haukamönnum svona mikið á óvart en Eyjamenn hafa leikið þessa hreyfanlegu vörn sína alveg frá því að Gunnar Magnússon tók við liðinu fyrir rúmu ári. „Nei veistu, það er ótrúlega þægilegt að mörgu leyti að undirbúa sig gegn ÍBV, einfaldlega af þeirri ástæðu að liðið er mjög vanafast í sínum áherslum og lítið sem kemur manni á óvart í sjálfu sér. Menn voru bara ekki tilbúnir og það er eitthvað sem við þurfum allir, bæði leikmenn og þjálfara, að skoða betur,“ sagði brúnaþungur þjálfari Hauka. Andri Heimir: Við förum sáttir í HerjólfAndri Heimir Friðriksson átti flottan leik fyrir ÍBV í dag en Andri skoraði sjö mörk. Hann var því brosmildur í leikslok. „Þetta var flott maður, svolítið skrítinn leikur reyndar. Við erum að spila frábærlega og komnir með þægilegt forskot en svo missum við einbeitinguna og Huakr koma til baka. Þeir eiga alveg hrós skilið fyrir það en við unnum þetta sanngjarnt að lokum að mínu mati.“ Að venju var góð stemming í herbúðum Eyjamanna í leiknum, bæði á varamannabekknum og á áhorfendapöllunum. „Já við förum sáttir heim til Eyja. Aldrei að vita nema maður fái sér ískaldan appelsínusafa til að fagna sigrinum,“ sagði Andi Heimir glottandi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira