Handbolti

Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman?

Úr leik hjá Bahrain.
Úr leik hjá Bahrain. vísir/afp
Skrípaleiknum í kringum HM í Katar virðist alls ekki vera lokið. Nú berast fréttir af því að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin gætu tekið sæti á mótinu eftir allt saman.

Bæði lönd voru hætt við þáttöku. Ástæðan var af pólitískum toga en mikil togstreita hefur verið í samskiptum þjóðanna við Katar.

Sendiherrar landanna höfðu til að mynda yfirgefið Katar en á sunnudag snéru þeir aftur. Þar með lauk átta mánaða pólitískum átökum á milli þjóðanna.

Þá er stóra spurningin hvort þau sækist eftir sæti sínu á HM á ný þar sem ástandið er breytt? Ef þau gera það hefur IHF þá áhuga á að hleypa þeim aftur inn? Það myndi hugsanlega létta þeim lífið þar sem margar þjóðir vilja fá sætin tvö.

Það verður áhugavert að sjá en IHF mun taka málefni þjóðanna fyrir á föstudag og þá á að ákveða hvaða þjóðir fái þessi tvö sæti sem þau skildu eftir sig.


Tengdar fréttir

HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar

Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland

HSÍ er búið að hafa samband við IHF

Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu.

Furstadæmin draga lið sitt úr keppni | Líklegt að Ísland verði með í Katar

Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×