Handbolti

Ísland í frábærri stöðu eftir sigur á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Vísir/Stefán
Ísland er í góðri stöðu í forkeppni HM 2015 eftir góðan sigur á Ítalíu, 26-17, í Chieti í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Laugardalshöllinni á sunnudag.

Stelpurnar tóku forystuna strax á upphafsmínútum leiksins og voru með fimm marka forystu í hálfleik 13-8. Sigurinn var því aldrei í hættu.

Ísland er nú með tvö stig í riðlinum en þetta var fyrsti leikur stelpnanna í honum. Ítalía er með fjögur stig eftir tvo sigra á Makedónía í síðasta mánuði en eitt lið kemst áfram úr riðlinum.

Það er því ljóst að ef Ísland vinnur Ítalíu á sunnudag mun eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu í næsta mánuði til að komast áfram í umspilskeppnina í vor.

Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með níu mörk en þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir þrjú hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×