Handbolti

Gaudin rekinn frá Hamburg

Gaudin hefur lokið keppni hjá Hamburg.
Gaudin hefur lokið keppni hjá Hamburg. vísir/getty
Vandræðin hjá þýska handknattleiksfélaginu Hamburg ætla engan enda að taka en liðið er nú búið að reka þjálfarann, Christian Gaudin.

Menn bjuggust ekki endilega við miklu af Hamborgarliðinu í vetur eftir að það varð nánast gjaldþrota og missti marga lykilmenn. Þrátt fyrir það hefur Gaudin misst starfið.

Hann tók við sem þjálfari síðasta sumar af Martin Schwalb.

Hamburg tapaði fyrstu sex leikjum sínum í deildinni en vaknaði svo til lífsins og vann næstu sex. Eftir það hefur gengið legið aftur niður á við. Liðið er þrátt fyrir það ekkert í slæmri stöðu í níunda sæti deildarinnar.

Hamburg var bjargað frá gjaldþroti á elleftu stundu síðasta sumar en sama vandamál kemur upp næsta sumar er liðið þarf að standa skil á stórri greiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×