Handbolti

Vignir og félagar glutruðu niður góðri forystu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir og félagar eru í 5. sæti í dönsku deildinni.
Vignir og félagar eru í 5. sæti í dönsku deildinni. Vísir/Ole Nielsen
Vignir Svavarsson og félagar hans í danska handboltaliðinu Midtjylland gerðu jafntefli, 21-21, við Ribe-Esbjerg á útivelli í dag.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, 12-8.

Staðan í hálfleik var 12-9, Ribe-Esbjerg í vil. Gestirnir náðu að jafna og svo virtist sem þeir væru að sigla sigrinum heim, en þegar þrjár mínútur voru eftir leiddi Midtjylland með þremur mörkum, 18-21.

Heimamenn áttu hins vegar góðan endasprett og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Troels Vejby Jorgensen skoraði jöfnunarmarkið sekúndu fyrir leikslok.

Vignir stóð fyrir sínu og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í leiknum.

Midtjylland er í 5. sæti dönsku deildarinnar með 19 stig, en Ribe-Esbjerg í því 11. með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×