Handbolti

Róbert Aron hefur heyrt af áhuga í Þýskalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Aron Hostert.
Róbert Aron Hostert. Vísir/Vilhelm
Róbert Aron Hostert er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hann samdi við danska liðið Mors-Thy Håndbold eftir frábært tímabil með ÍBV.

Róbert Aron gerði tveggja ára samning við Mors-Thy Håndbold. Hann byrjaði rólega en hefur verið að spila betur að undanförnu.

„Ég hef heyrt orðróm um áhuga þýskra liða en ekkert þeirra hefur talað við mig. Á meðan það er ekkert fast í hendi þá held ég bara áfram að virða minn samning við Mors-Thy þar sem mér líður vel," sagði Róbert Aron Hostert við hbold.dk.

„Ég veit samt af því að þýsk lið hafa talað við umboðsmanninn minn. Ég vil samt leggja áherslu á það að ég ætla mér að klára samning minn við Mors-Thy og hann gildir í eitt og hálft ár til viðbótar. Ég er samt ánægður með að heyra af þessum áhuga því það er merki um það að ég sé að gera góða hluti í Danmörku," sagði íslenski leikstjórnandinn við hbold.dk.

Forráðamenn Mors-Thy Håndbold hafa ekki heyrt frá neinu þýsku liði.

„Róbert hefur fallið vel inn í hlutina í félaginu og hefur spilað mjög vel að undanförnu. Það væri því eðlilegt ef að einhver félög hafa áhuga á honum," sagði Johannes Søndergård, yfirmaður hjá Mors-Thy Håndbold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×