Handbolti

Landsliðsþjálfari Danmerkur rekinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jan Pytlick
Jan Pytlick vísir/getty
Danska handknattleikssambandið hefur rekið Jan Pytlick landsliðþjálfara kvenna frá og með áramótum. Þetta tilkynnti sambandið í dag.

Danska landsliðið náði ekki viðunandi árangri á Evrópumeistaramótinu í Króatíu og Ungverjalandi og hyggst leita á önnur mið fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Danmörku í desember á næsta ári.

Pytlick tók við danska landsliðinu þrítugur að aldri árið 1997 þegar hann tók við af Ulrik Wilbek. Hann hætti 2005 en tók aftur við liðinu ári síðar.

Pytlick gerði Danmörku Ólympíumeistara í tvígang, 2000 og 2004 auk þess sem liðið varði Evrópmeistari árið 2002 undir hans stjórn.

Danmörk nældi í bronsverðlaun á HM í Serbíu fyrir ári síðan en komst ekki í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×