Handbolti

Kolding enn með sex stiga forystu á toppnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þjálfar Kolding
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þjálfar Kolding vísir/vilhelm
Danska úrvalsdeildarliðið Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar er sem fyrr með öruggt forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan 38-26 sigur á Lemvig-Thyborön í dag.

Kolding er með 35 stig á toppnum eftir 19 leiki og er með sex stigum meira en Aalborg sem lagði Århus 29-24 í dag.

Lukas Karlsson fór á kostum fyrir Kolding og skoraði 14 mörk en Kim Andersson skoraði 7 og Torsten Laen 6.

Ólafur Gústafsson var ekki á meðal markaskorara hjá Aalborg.

Guðmundur Árni Ólafsson var markahæstur með 5 mörk þegar Mors-Thy lagði Skjern 27-23 á heimavelli.

Þetta var mikilvægur sigur hjá Mors-Thy sem er núm eð 18 stig um miðja deild líkt og GOG Århus og SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×