Markasúpa Bjarka Más | 10,7 mörk í síðustu sjö leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. desember 2014 15:00 Bjarki er á sínu öðru tímabili hjá Eisenach. vísir/aðsend Það er óhætt að segja að Bjarki Már Elísson hafi farið á kostum með þýska handboltaliðinu ThSV Eisenach að undanförnu, en þessi 24 ára gamli hornamaður er á meðal markahæstu leikmanna næstefstu deildar þar í landi. Bjarki, sem varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012, kom til Eisenach í fyrra og skoraði 129 mörk í 34 leikjum (3,8 mörk að meðaltali í leik) á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Bjarki var í 30. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar í fyrra, en hann var jafnframt markahæsti Íslendingurinn í Bundesligunni á síðasta tímabili. Mörkin hans Bjarka dugðu þó skammt því Eisenach féll úr deild þeirra bestu síðasta vor.Eisenach hefur þokast upp töfluna á undanförnum vikum.mynd/heimasíða eisenachEisenach gekk brösuglega framan af tímabilinu og eftir átta leiki var Aðalsteini Eyjólfsson, þjálfara liðsins, sagt upp störfum en hann hafði stýrt Eisenach í fjögur og hálft ár. Við starfi hans tók Serbinn Velimir Petkovic sem hafði áður þjálfað Wetzlar og Göppingen í þýsku Bundesligunni. Bjarki var rólegur í fyrstu átta umferðunum þar sem hann skoraði 23 mörk, eða 2,9 mörk að meðaltali í leik. En eftir þjálfaraskiptin fór hann í gang svo um munaði. Bjarki skoraði átta mörk í fyrsta leik Eisenach undir stjórn Petkovic, í 38-30 sigri á Henstedt-Ulzburg. Í næstu þremur leikjum skoraði Bjarki samtals 15 mörk, áður en hann skoraði 10 mörk í fimm marka sigri Eisenach á Aue, öðru Íslendingaliði, 15. nóvember. Síðan þá hefur hornamaðurinn knái ekki litið um öxl.Bjarki er með 10,7 mörk að meðaltali í síðustu sjö leikjum Eisenach í deildinni.mynd/hsíBjarki rauf tíu marka múrinn í næstu fimm leikjum Eisenach og hafði því skorað tíu mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður en að leiknum gegn Aue kom hafði hann aðeins átt einn 10-marka leik, í 26-26 jafntefli gegn Neuhausen 4. október. Þessari ótrúlegu tíu marka hrinu Bjarka lauk á laugardaginn þegar hann skoraði "aðeins" níu mörk í öruggum sigri á Saarlouis en það var fimmti sigurleikur Eisenach í röð, en liðið er nú í 7. sæti B-deildarinnar. Í síðustu sjö leikjum Eisenach hefur Bjarki skorað 75 mörk, eða 10,7 mörk að meðaltali í leik. Í heildina er hann kominn með 121 mark í B-deildinni í 19 leikjum, eða 6,4 mörk að meðaltali í leik. Bjarki er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, en hann er 11 mörkum á eftir efsta manni á markalistanum, Philipp Weber sem spilar með toppliði Leipzig. Eisenach á eftir að leika tvo leiki áður en hlé verður gert á deildakeppninni vegna HM í Katar. Á öðrum degi jóla tekur liðið á móti Empor Rostock og tveimur dögum síðar sækja Bjarki og félagar Nordhorn-Lingen heim.Síðustu sjö leikir Bjarka Más í B-deildinni: 15. nóv: 33-28 sigur á Aue - 10 mörk 22. nóv: 36-29 tap fyrir Coburg - 10 mörk 29. nóv: 38-27 sigur á Emsdetten - 11 mörk 6. des: 26-30 sigur á Bad Schwartau - 11 mörk 10. des: 31-26 sigur á Bayer Dormagen - 11 mörk 14. des: 21-30 sigur á Eintracht Baunatal - 13 mörk 20. des: 39-30 sigur á Saarlouis - 9 mörkSamtals: 75 mörk í sjö leikjum (10,7 að meðaltali í leik) Handbolti Tengdar fréttir Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55 Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20 Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42 BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04 Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43 Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21 Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45 Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16 Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarki Már Elísson hafi farið á kostum með þýska handboltaliðinu ThSV Eisenach að undanförnu, en þessi 24 ára gamli hornamaður er á meðal markahæstu leikmanna næstefstu deildar þar í landi. Bjarki, sem varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012, kom til Eisenach í fyrra og skoraði 129 mörk í 34 leikjum (3,8 mörk að meðaltali í leik) á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Bjarki var í 30. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar í fyrra, en hann var jafnframt markahæsti Íslendingurinn í Bundesligunni á síðasta tímabili. Mörkin hans Bjarka dugðu þó skammt því Eisenach féll úr deild þeirra bestu síðasta vor.Eisenach hefur þokast upp töfluna á undanförnum vikum.mynd/heimasíða eisenachEisenach gekk brösuglega framan af tímabilinu og eftir átta leiki var Aðalsteini Eyjólfsson, þjálfara liðsins, sagt upp störfum en hann hafði stýrt Eisenach í fjögur og hálft ár. Við starfi hans tók Serbinn Velimir Petkovic sem hafði áður þjálfað Wetzlar og Göppingen í þýsku Bundesligunni. Bjarki var rólegur í fyrstu átta umferðunum þar sem hann skoraði 23 mörk, eða 2,9 mörk að meðaltali í leik. En eftir þjálfaraskiptin fór hann í gang svo um munaði. Bjarki skoraði átta mörk í fyrsta leik Eisenach undir stjórn Petkovic, í 38-30 sigri á Henstedt-Ulzburg. Í næstu þremur leikjum skoraði Bjarki samtals 15 mörk, áður en hann skoraði 10 mörk í fimm marka sigri Eisenach á Aue, öðru Íslendingaliði, 15. nóvember. Síðan þá hefur hornamaðurinn knái ekki litið um öxl.Bjarki er með 10,7 mörk að meðaltali í síðustu sjö leikjum Eisenach í deildinni.mynd/hsíBjarki rauf tíu marka múrinn í næstu fimm leikjum Eisenach og hafði því skorað tíu mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður en að leiknum gegn Aue kom hafði hann aðeins átt einn 10-marka leik, í 26-26 jafntefli gegn Neuhausen 4. október. Þessari ótrúlegu tíu marka hrinu Bjarka lauk á laugardaginn þegar hann skoraði "aðeins" níu mörk í öruggum sigri á Saarlouis en það var fimmti sigurleikur Eisenach í röð, en liðið er nú í 7. sæti B-deildarinnar. Í síðustu sjö leikjum Eisenach hefur Bjarki skorað 75 mörk, eða 10,7 mörk að meðaltali í leik. Í heildina er hann kominn með 121 mark í B-deildinni í 19 leikjum, eða 6,4 mörk að meðaltali í leik. Bjarki er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, en hann er 11 mörkum á eftir efsta manni á markalistanum, Philipp Weber sem spilar með toppliði Leipzig. Eisenach á eftir að leika tvo leiki áður en hlé verður gert á deildakeppninni vegna HM í Katar. Á öðrum degi jóla tekur liðið á móti Empor Rostock og tveimur dögum síðar sækja Bjarki og félagar Nordhorn-Lingen heim.Síðustu sjö leikir Bjarka Más í B-deildinni: 15. nóv: 33-28 sigur á Aue - 10 mörk 22. nóv: 36-29 tap fyrir Coburg - 10 mörk 29. nóv: 38-27 sigur á Emsdetten - 11 mörk 6. des: 26-30 sigur á Bad Schwartau - 11 mörk 10. des: 31-26 sigur á Bayer Dormagen - 11 mörk 14. des: 21-30 sigur á Eintracht Baunatal - 13 mörk 20. des: 39-30 sigur á Saarlouis - 9 mörkSamtals: 75 mörk í sjö leikjum (10,7 að meðaltali í leik)
Handbolti Tengdar fréttir Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55 Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20 Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42 BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04 Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43 Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21 Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45 Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16 Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55
Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20
Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42
BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04
Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43
Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21
Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45
Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00
Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26
Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16
Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33