Handbolti

Svíþjóð tók bronsið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gulldén var valin mikilvægasti leikmaður mótsins.
Gulldén var valin mikilvægasti leikmaður mótsins. Vísir/Getty
Svíþjóð vann Svartfjallaland í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu, 25-23.

Svartfjallaland byrjaði betur og þeir voru 8-5 yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn. Þær leiddu svo 12-11 í hálfleik.

Í síðari hálfleik bitu þó Svíarnir frá sér og unnu að lokum tveggja marka sigur, 25-23. Svartfjallaland gat minnkað muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir, en létu verja frá sér víti.

Úrvalslið mótsins hefur einnig verið valinn en svíar eiga þar Sabine Jackobsen sem var valin varnarmaður mótsins og Isabelle Gullden mikilvægasti leikmaðurinn.

Noregur og Spánn mætast í úrslitaleiknum nú klukkan 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×