Frændliðin fara í lokaúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2014 07:45 Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra en spilar nú með ÍBV. Hér fagnar hann titlinum með Fram síðasta vor en hann er eini leikmaðurinn sem á enn möguleika á því að vinna annað árið í röð. Vísir/Daniel Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira