Hvernig hljómar guðseindin? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:30 Ragnheiður Harpa: „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér.“ Vísir/GVA „Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira