Amma og mamma fallegar fyrirmyndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 14:30 "Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um músina aðgengilegt á öðrum tungumálum,“ segir Hallfríður. Fréttablaðið/GVA „Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira