Áhorfandinn ræður ferðinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2014 15:00 Vinnslan. Vala Ómarsdóttir og hluti hópsins. Vísir/GVA Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira