Má borða hor? sigga dögg skrifar 5. janúar 2015 14:00 Börn bora gjarnan í nefið og borða horið, er þetta eitthvað sem fullorðnir ættu að temja sér? Vísir/Getty Fullorðið fólk lítur gjarnan hornauga á þá hegðun að bora í nefið á sér, sérstaklega á almannafæri. Enn verra þykir að borða svo horið sem fingurinn krækir sér í. Þetta er þó algengt meðal barna, frægra, og að því virðist, margra bílstjóra í umferðinni. Nýlega komst það í heimsmiðla að prófessor hafi sagt við nemendur sína að horbor og horát gæti verið heilsusamlegt en hann sagði þetta bara útí loftið án þess að hafa rannsakað það. Því er ágætt að staldra við og skoða hor betur. En hvað er hor? Samkvæmt Vísindavefnum er hor: Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Slímið verður til bæði í kirtlum sem liggja undir slímhúðinni í nefinu og opnast út á yfirborð hennar og í svokölluðum bikarfrumum sem eru sérstakar frumur í slímhúðinni. Slímið eða horið er okkur nauðsynlegt þar sem það gegnir mikilvægu hreinsunar- og varnarstarfi í nefinu. Af hverju framleiðir líkaminn hor?Það sem helst hefur áhrif á framleiðslu slíms í nefi er áreiti á slímhúðina. Kvef er mjög gott dæmi en þá sýkja veirur slímhúðina sem bregst við með aukinni slímframleiðslu. Fleiri dæmi um ertingu má nefna, svo sem sígarettureyk, útblásturs bifreiða og skörp skil hita og kulda. En einnig tilfinningalegt uppnám og grátur.Vísir/GettyEr sumt hor heilbrigðara en annað? Samkvæmt Vísindavefnum segir hor okkur margt um ástand líkamans. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breytist gerð horsins, það þynnist og getur tekið á sig ýmiss litaafbrigði en þau helstu eru gráhvít, gul eða græn en að auki gerist annað mikilvægt en það er að magn horsins eykst. Er hættulegt að borða hor? Í rauninni ekki því flestir kyngja töluverðu af hori reglulega, bæði í vöku og svefni. Þegar horið hefur tekið á sig harða mynd ætti það ekki að vera neitt hættulegra. Það sem gæti skapað einhverju hættu er álit annarra því það að borða hor og bora í nefið á almannafæri er tabú og vekur gjarnan viðbjóð hjá viðstöddum. (Þó þeir sjálfir jafnvel bori í nefið í einrúmi). Er betra að snýta sér eða bora í nefið? Læknar eru ekki allir á sama máli hvort sé betra en almennt séð er betra að bora eftir hörðu og þurru hori en snýta því sem er blautt. Þeir sem bora í nefið oftar en fjórum sinnum á dag eru líklegri til að fá blóðnasir og ertingar í húðina. Ef þú borar, passaðu bara að fingurinn sé hreinn (óþarfi að spritta, nóg að nota venjulega sápu og vatn.)Frægt fólk borar líka í nefiðVísir/Getty Má borða hor annarra? Það varð líflega umræða á Barnalandi fyrir þó nokkru um það að borða hor barnsins síns. Niðurstöður þeirra sem það ræddu var að það þótti einkar ógeðfellt. Samkvæmt því að slímhúð hvers og eins innihaldi ákveðna sýkla þá má ætla að það að borða hor annarra gæti gert mann veikan því þá kynnir þú (innbyrðir) sýklaflóru sem er ekki þín eigin. Því er ekki mælt með því að kvefað fólk hnerri á annað fólk og er hvatt til að þvo sér reglulega um hendurnar. Af hverju borða börn hor? Sumir sem borða hor segja að það sé sætt á bragðið. Börnin eru því einfaldlega að ná sér í smá sætindi. Svo er það auðvitað pirrandi og óþægilegt að hafa hart hor í nefinu. Kannski ætti fullorðið fólk því að hætta að banna börnum að gæða sér á hori og vera sátt við að það sé hor frekar en nammi fullt af hvítum sykri. Heilsa Tengdar fréttir Að bora í nefið og borða horið gæti verið hollt Prófessor í lífefnafræði við kanadískan háskóla telur að það geti verið hollt að bora í nefið og borða horið. 11. nóvember 2014 12:08 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fullorðið fólk lítur gjarnan hornauga á þá hegðun að bora í nefið á sér, sérstaklega á almannafæri. Enn verra þykir að borða svo horið sem fingurinn krækir sér í. Þetta er þó algengt meðal barna, frægra, og að því virðist, margra bílstjóra í umferðinni. Nýlega komst það í heimsmiðla að prófessor hafi sagt við nemendur sína að horbor og horát gæti verið heilsusamlegt en hann sagði þetta bara útí loftið án þess að hafa rannsakað það. Því er ágætt að staldra við og skoða hor betur. En hvað er hor? Samkvæmt Vísindavefnum er hor: Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Slímið verður til bæði í kirtlum sem liggja undir slímhúðinni í nefinu og opnast út á yfirborð hennar og í svokölluðum bikarfrumum sem eru sérstakar frumur í slímhúðinni. Slímið eða horið er okkur nauðsynlegt þar sem það gegnir mikilvægu hreinsunar- og varnarstarfi í nefinu. Af hverju framleiðir líkaminn hor?Það sem helst hefur áhrif á framleiðslu slíms í nefi er áreiti á slímhúðina. Kvef er mjög gott dæmi en þá sýkja veirur slímhúðina sem bregst við með aukinni slímframleiðslu. Fleiri dæmi um ertingu má nefna, svo sem sígarettureyk, útblásturs bifreiða og skörp skil hita og kulda. En einnig tilfinningalegt uppnám og grátur.Vísir/GettyEr sumt hor heilbrigðara en annað? Samkvæmt Vísindavefnum segir hor okkur margt um ástand líkamans. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breytist gerð horsins, það þynnist og getur tekið á sig ýmiss litaafbrigði en þau helstu eru gráhvít, gul eða græn en að auki gerist annað mikilvægt en það er að magn horsins eykst. Er hættulegt að borða hor? Í rauninni ekki því flestir kyngja töluverðu af hori reglulega, bæði í vöku og svefni. Þegar horið hefur tekið á sig harða mynd ætti það ekki að vera neitt hættulegra. Það sem gæti skapað einhverju hættu er álit annarra því það að borða hor og bora í nefið á almannafæri er tabú og vekur gjarnan viðbjóð hjá viðstöddum. (Þó þeir sjálfir jafnvel bori í nefið í einrúmi). Er betra að snýta sér eða bora í nefið? Læknar eru ekki allir á sama máli hvort sé betra en almennt séð er betra að bora eftir hörðu og þurru hori en snýta því sem er blautt. Þeir sem bora í nefið oftar en fjórum sinnum á dag eru líklegri til að fá blóðnasir og ertingar í húðina. Ef þú borar, passaðu bara að fingurinn sé hreinn (óþarfi að spritta, nóg að nota venjulega sápu og vatn.)Frægt fólk borar líka í nefiðVísir/Getty Má borða hor annarra? Það varð líflega umræða á Barnalandi fyrir þó nokkru um það að borða hor barnsins síns. Niðurstöður þeirra sem það ræddu var að það þótti einkar ógeðfellt. Samkvæmt því að slímhúð hvers og eins innihaldi ákveðna sýkla þá má ætla að það að borða hor annarra gæti gert mann veikan því þá kynnir þú (innbyrðir) sýklaflóru sem er ekki þín eigin. Því er ekki mælt með því að kvefað fólk hnerri á annað fólk og er hvatt til að þvo sér reglulega um hendurnar. Af hverju borða börn hor? Sumir sem borða hor segja að það sé sætt á bragðið. Börnin eru því einfaldlega að ná sér í smá sætindi. Svo er það auðvitað pirrandi og óþægilegt að hafa hart hor í nefinu. Kannski ætti fullorðið fólk því að hætta að banna börnum að gæða sér á hori og vera sátt við að það sé hor frekar en nammi fullt af hvítum sykri.
Heilsa Tengdar fréttir Að bora í nefið og borða horið gæti verið hollt Prófessor í lífefnafræði við kanadískan háskóla telur að það geti verið hollt að bora í nefið og borða horið. 11. nóvember 2014 12:08 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Að bora í nefið og borða horið gæti verið hollt Prófessor í lífefnafræði við kanadískan háskóla telur að það geti verið hollt að bora í nefið og borða horið. 11. nóvember 2014 12:08