Golf

Myndatökumaður sló tönn úr Tiger

Tiger í fjallinu um síðustu helgi. Hann hefði betur verið með skíðagrímuna uppi er hann var með myndatökumönnunum. Þá hefði hann líklega haldið tönninni.
Tiger í fjallinu um síðustu helgi. Hann hefði betur verið með skíðagrímuna uppi er hann var með myndatökumönnunum. Þá hefði hann líklega haldið tönninni. vísir/afp
Tiger Woods mætti til að styðja unnustu sína, Lindsey Vonn, um daginn en sú ferð var ekki til fjár.

Tiger sá Vonn vinna sögulegan sigur. Hennar 63. sigur á heimsbikarmóti sem er met.

Í verðlaunaafhendingunni fór síðan illa. Mikið var af ljósmyndurum og myndatökumönnum að fylgjast með Vonn. Tiger var í miðri þvögunni.

Einn myndatökumaður var að snúa vél sinni á talsverðum hraða og rak vélina beint í andlitið á Tiger. Við það fauk framtönn úr honum.

Kylfingurinn hefur aldrei verið gefinn fyrir myndavélar en og það hefur líklega ekki breyst eftir þessa uppákomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×