Brooks Koepka óvæntur sigurvegari í Phoenix 2. febrúar 2015 16:45 Koepka gat leyft sér að brosa fyrir myndavélarnar í gær. Getty Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira