Golf

Varð háður gosi og hrundi niður heimslistann

Peter Lawrie.
Peter Lawrie. vísir/getty
Saga írska kylfingsins Peter Lawrie er með hreinum ólíkindum.

Þessi ágæti kylfingur var nokkuð stöðugur spilari á Evrópumótaröðinni og komst upp í 161. sæti á heimslistanum. Í dag situr hann í 900. sæti aðeins tveim árum síðar.

Ástæðan fyrir falli Lawrie á golfvellinum er að hann varð háður gosi.

„Ég varð mjög háður og reyndi að hætta. Ég var að drekka marga lítra á dag. Ég var alltaf með Coke í golfpokanum mínum út á velli því ég var háður drykknum," sagði Lawrie.

„Ég komst í sykurvímu og svo var fallið hátt. Ég náði aldrei að jafna mig. Í kjölfarið tapaði ég öllu sjálfstrausti. Mér gekk mjög illa að glíma við þessa fíkn mína."

Hann hætti að drekka Coke um tíma en það skilaði engu. Þá fór hann að drekka gosið á nýjan leik en í hóflegu magni. Það hefur hjálpað honum og Lawrie er á uppleið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×