Handbolti

Kiel fékk á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð gat fagnað í kvöld.
Alfreð gat fagnað í kvöld. Vísir/Getty
Kiel tryggði sér toppsætið í A-riðli Meistardeildar Evrópu með öruggum sigri á HC Metalurg í Þýskalandi. 35-16 lokatölur.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og staðan var meðal annars 5-3 þegar ekki var mikið liðið af leiknum.

Eftir það skelltu heimamenn í Kiel í lás. Þeir hleyptu ekki öðru marki hjá Metalurg inn og staðan var 17-3 í hálfleik! Einungis þrjú mörk frá Metalurg á þrjátíu mínútum.

Metalurg gekk hins vegar betur að skora í síðari hálfleik, en sigur Kielar var aldrei í hættu. Lokatölur eins og fyrr segir, 35-16.

Með sigrinum tryggði Kiel sér toppsætið í riðlinum, en Metalurg rekur lestina með þrjú stig.

Filip Jicha skoraði níu mörk fyrir heimamenn, en Filip Talevski skorað fimm mörk fyrir gestina.

Aron Pálmarsson spilaði ekki vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir á HM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×