Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 22-27 | Ellefu mörk frá Magnúsi Óla dugðu ekki til Anton Ingi Leifsson í Krikanum skrifar 12. febrúar 2015 21:00 vísir/stefán Topplið Vals vann nokuð þægilegan sigur á nokkuð vængbrotnu liði FH í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi, en Valsmenn unnu að lokum með fimm marka mun, 27-22. Valsmenn tóku forystuna strax frá upphafi og létu hana aldrei af hendi. Þeir spiluðu gífurlega sterka vörn og markvarslan var ekki síðri. Valsmenn byrjuðu betur og skoruðu fjögur fyrstu mörkin og komust meðal annars í 6-2 og 9-4. Þá komu þrjú FH mörk í röð og FH-ingar virtust aðeins vaknaðir til lífsins. Munurinn fór minnst í tvö mörk, en það var að mestu leyti Magnús Óli Magnússyni að þakka sem hélt FH á floti. Valsmenn leiddu með þremur mörkum þegar tíu mínútur voru til leikhlés, en bættu jafnt og þétt við forystuna og skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 17-9. Hörmungar frammistaða FH í fyrri hálfleik, en hrósa skal varnar- og sóknarleik Valsmanna sem var góður. Ekki hefði ég verið til í að vera inni í klefa hjá FH í hálfleik þvi Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var öskuillur þegar hann gekk til búningsherbergja. Skiljanlega, enda frammistaðan ekki boðleg. Öllu léttara var yfir Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsmanna, sem hafði séð sína menn spila vel í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá FH-liðið í síðari hálfleik, þrátt fyrir að það hafi ekki byrjað byrlega. Munurinn varð mest átta mörk, 20-12, en heimamenn söxuðu hægt og rólega á forystu gestanna. Munurinn varð minnst fjögur mörk, en nær komust heimamenn ekki. Þeir fengu ótal tækifæri og tilraunir til þess að koma sér inn í leikinn, en Stephen Nielsen varði og varði frá þeim í hverju dauðafærinu á fætur öðru. Hann varði að endingu um annað hvert skot sem kom á markið sem er nokkuð góð tölfræði. Lokatölur urðu, eins og fyrr segir, fimm marka sigur Valsmanna. Geir Guðmundsson var markahæstur þeirra með sex mörk, en markaskorunin dreifðist vel. Alls komust tíu leikmenn á blað. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem dró vagninn. Hann skoraði helming marka FH eða ellefu talsins. Brynjar Darri Baldursson átti fína innkomu í mark FH í síðari hálfleik. Valsmenn halda því toppsætinu, en breiddin í þessu liðið er ógnvægileg. FH-liðið hefur þó oft, oft spilað betur en í kvöld og það er ljóst að þeir þurfa að spila betur ætli þeir sér að halda sér í topp fjórum.Halldór: Getum ekki verið svona hauslausir eins og í fyrri hálfleik „Fyrri hálfleikurinn var afar slakur og þar töpum við leiknum,” voru fyrstu viðbrögð Halldórs Jóhanns Sigfússonar, þjálfara FH, í leikslok. „Ég veit ekki hvað við erum að fara með mörg dauðafæri á móti markmanninum og fullt af hlutum sem við höfum verið að gera vel í fyrru leikjunum gegn Val. Þá hluti erum við að gera afar illa í þessum leik.” „Við vorum að brjóta okkur alltof mikið út úr því sem við ætluðum að gera og þá fór þetta að verða erfitt. Menn misstu hausinn á köflum og Valsliðið er alltof gott og rútínerað til að nýta sér það ekki.” Halldór var allt annað en ánægður þegar hann tók leikhlé í fyrri hálfleik. Hann gjörsamlega lét sína menn heyra það, en þeir voru hættir að hlaupa til baka þegar þeir misstu boltann og hausinn var kominn nánast alla leið niður í bringu. Halldór segir að hann hafi sjaldan verið jafn pirraður í vetur. „Ég hugsa að þetta sé sá leikur sem ég var mest pirraður á í vetur. Ég er ekki vanur að æsa mig við strákana í leikjum, en ég var mjög pirraður í hálfleik hvernig menn litu á hvorn annan í staðinn fyrir að taka ábyrgð á sínum eigin verkum. Það fór mikið í taugarnar á mér.” „Við fáum á okkur tíu mörk í síðari hálfleik og spilum hann miklu betur. Við vinnum hann 13-10, við gerðum þeim erfitt fyrir, en handboltaleikur er 60 mínútur. Við getum ekki verið svona hauslausir eins og við vorum í fyrri hálfleik. Þá töpum við fyrir hvaða liði sem er,” sagði Halldór Jóhann skiljanlega hundfúll í leikslok.Kári Kristján: Tókum hann aldrei alvarlega í leiknum „Þetta var keimlíkt þessum leikjum sem við erum búnir að spila eftir áramót, nema við dettum alltof mikið niður í síðari hálfleik,” sagði línutröll Valsmanna, Kári Kristján Kristjánsson í leikslok. „Við töpum síðari hálfleiknum með þremur mörkum sem er vont. Við vorum virkilega slakir í síðari hálfleik, við gerðum mikið af tæknifeilum - þannig við getum nánast þakkað bara fyrir að hafa farið með svona mikið forskot inn í háflleikinn.” „Við mættum ekki klárir í síðari hálfleikinn. Við vorum ekki að vinna vinnuna sem við áttum að gera. Sóknarlega vorum við mjög staðir sem gerði það að verkum að FH-ingarnir þurftu ekkert að hreyfa sig mikið í vörninni.” „Þaðan koma allir tæknifeilarnir og við erum þess vegna að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur. Við hlupum ekki nægilega vel til baka og síðan var vörnin ekki jafn þétt og í fyrri hálfleik.” „Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við komumst í 18-9 og við vorum funheitir. Þeir voru heppnir í fyrri hálfleik að ná þessum níu mörkum í fyrri hálfleik.” „Við tókum þann pól í hæðina að taka hann aldrei alvarlega í leiknum og hann gekk á lagið,” sagði Kári aðspurður um stórleik Magnúsar Óla, en að lokum var Kári spurður um hversu gott væri að vera á toppnum „Það er þægilegt að vera þar. Í framhaldinu er gott að vera á toppnum uppá úrslitakeppnina og það er nánast alltaf gott að vera á toppnum,” sagði Kári Kristján við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Topplið Vals vann nokuð þægilegan sigur á nokkuð vængbrotnu liði FH í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi, en Valsmenn unnu að lokum með fimm marka mun, 27-22. Valsmenn tóku forystuna strax frá upphafi og létu hana aldrei af hendi. Þeir spiluðu gífurlega sterka vörn og markvarslan var ekki síðri. Valsmenn byrjuðu betur og skoruðu fjögur fyrstu mörkin og komust meðal annars í 6-2 og 9-4. Þá komu þrjú FH mörk í röð og FH-ingar virtust aðeins vaknaðir til lífsins. Munurinn fór minnst í tvö mörk, en það var að mestu leyti Magnús Óli Magnússyni að þakka sem hélt FH á floti. Valsmenn leiddu með þremur mörkum þegar tíu mínútur voru til leikhlés, en bættu jafnt og þétt við forystuna og skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 17-9. Hörmungar frammistaða FH í fyrri hálfleik, en hrósa skal varnar- og sóknarleik Valsmanna sem var góður. Ekki hefði ég verið til í að vera inni í klefa hjá FH í hálfleik þvi Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var öskuillur þegar hann gekk til búningsherbergja. Skiljanlega, enda frammistaðan ekki boðleg. Öllu léttara var yfir Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsmanna, sem hafði séð sína menn spila vel í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá FH-liðið í síðari hálfleik, þrátt fyrir að það hafi ekki byrjað byrlega. Munurinn varð mest átta mörk, 20-12, en heimamenn söxuðu hægt og rólega á forystu gestanna. Munurinn varð minnst fjögur mörk, en nær komust heimamenn ekki. Þeir fengu ótal tækifæri og tilraunir til þess að koma sér inn í leikinn, en Stephen Nielsen varði og varði frá þeim í hverju dauðafærinu á fætur öðru. Hann varði að endingu um annað hvert skot sem kom á markið sem er nokkuð góð tölfræði. Lokatölur urðu, eins og fyrr segir, fimm marka sigur Valsmanna. Geir Guðmundsson var markahæstur þeirra með sex mörk, en markaskorunin dreifðist vel. Alls komust tíu leikmenn á blað. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem dró vagninn. Hann skoraði helming marka FH eða ellefu talsins. Brynjar Darri Baldursson átti fína innkomu í mark FH í síðari hálfleik. Valsmenn halda því toppsætinu, en breiddin í þessu liðið er ógnvægileg. FH-liðið hefur þó oft, oft spilað betur en í kvöld og það er ljóst að þeir þurfa að spila betur ætli þeir sér að halda sér í topp fjórum.Halldór: Getum ekki verið svona hauslausir eins og í fyrri hálfleik „Fyrri hálfleikurinn var afar slakur og þar töpum við leiknum,” voru fyrstu viðbrögð Halldórs Jóhanns Sigfússonar, þjálfara FH, í leikslok. „Ég veit ekki hvað við erum að fara með mörg dauðafæri á móti markmanninum og fullt af hlutum sem við höfum verið að gera vel í fyrru leikjunum gegn Val. Þá hluti erum við að gera afar illa í þessum leik.” „Við vorum að brjóta okkur alltof mikið út úr því sem við ætluðum að gera og þá fór þetta að verða erfitt. Menn misstu hausinn á köflum og Valsliðið er alltof gott og rútínerað til að nýta sér það ekki.” Halldór var allt annað en ánægður þegar hann tók leikhlé í fyrri hálfleik. Hann gjörsamlega lét sína menn heyra það, en þeir voru hættir að hlaupa til baka þegar þeir misstu boltann og hausinn var kominn nánast alla leið niður í bringu. Halldór segir að hann hafi sjaldan verið jafn pirraður í vetur. „Ég hugsa að þetta sé sá leikur sem ég var mest pirraður á í vetur. Ég er ekki vanur að æsa mig við strákana í leikjum, en ég var mjög pirraður í hálfleik hvernig menn litu á hvorn annan í staðinn fyrir að taka ábyrgð á sínum eigin verkum. Það fór mikið í taugarnar á mér.” „Við fáum á okkur tíu mörk í síðari hálfleik og spilum hann miklu betur. Við vinnum hann 13-10, við gerðum þeim erfitt fyrir, en handboltaleikur er 60 mínútur. Við getum ekki verið svona hauslausir eins og við vorum í fyrri hálfleik. Þá töpum við fyrir hvaða liði sem er,” sagði Halldór Jóhann skiljanlega hundfúll í leikslok.Kári Kristján: Tókum hann aldrei alvarlega í leiknum „Þetta var keimlíkt þessum leikjum sem við erum búnir að spila eftir áramót, nema við dettum alltof mikið niður í síðari hálfleik,” sagði línutröll Valsmanna, Kári Kristján Kristjánsson í leikslok. „Við töpum síðari hálfleiknum með þremur mörkum sem er vont. Við vorum virkilega slakir í síðari hálfleik, við gerðum mikið af tæknifeilum - þannig við getum nánast þakkað bara fyrir að hafa farið með svona mikið forskot inn í háflleikinn.” „Við mættum ekki klárir í síðari hálfleikinn. Við vorum ekki að vinna vinnuna sem við áttum að gera. Sóknarlega vorum við mjög staðir sem gerði það að verkum að FH-ingarnir þurftu ekkert að hreyfa sig mikið í vörninni.” „Þaðan koma allir tæknifeilarnir og við erum þess vegna að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur. Við hlupum ekki nægilega vel til baka og síðan var vörnin ekki jafn þétt og í fyrri hálfleik.” „Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við komumst í 18-9 og við vorum funheitir. Þeir voru heppnir í fyrri hálfleik að ná þessum níu mörkum í fyrri hálfleik.” „Við tókum þann pól í hæðina að taka hann aldrei alvarlega í leiknum og hann gekk á lagið,” sagði Kári aðspurður um stórleik Magnúsar Óla, en að lokum var Kári spurður um hversu gott væri að vera á toppnum „Það er þægilegt að vera þar. Í framhaldinu er gott að vera á toppnum uppá úrslitakeppnina og það er nánast alltaf gott að vera á toppnum,” sagði Kári Kristján við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira