Handbolti

Tímabilið líklega búið hjá Ólafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ólafur Gústafsson reiknar ekki með að spila frekar með danska liðinu Álaborg í Danmörku. Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið.

„Nú er ekkert annað að gera en að horfa til næsta tímabils,“ sagði Ólafur sem hefur verið að glíma við meiðsli í hné síðan í sumar, er hann gekk í raðir Álaborgar frá Flensburg í Þýskalandi.

Ólafur hefur verið í vandræðum með sin á bak við hægri hnéskel og hefur hann þegar gengist undir tvær aðgerðir vegna þessa. Sú þriðja er á dagskrá eftir tvær vikur.

Hann segir enn fremur að sama sin í vinstra hné sé einnig í ólagi og því þurfi hann líka að fara í samskonar aðgerð vegna þeirra meiðsla.

„Vissulega er þetta farið að taka á því ég kom til Álaborgar í þeim tilgangi að leika stærra hlutverk en hjá Flensburg,“ segir Ólafur sem segist hafa mætt miklum skilningi vegna stöðu sinnar hjá Álaborg. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×