Handbolti

Níu lönd vilja halda HM í handbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta.
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta. Vísir/Eva Björk
Alls hafa handknattleikssambönd níu landa lýst yfir áhuga að halda ýmist HM 2021 og 2023 í handbolta.

Ákveðið verður á fundi IHF-ráðsins svokallaða hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu í sumar hvar mótin verða haldin en því hefur nú borist níu umsóknir í mótin tvö.

Ungverjaland, Sviss, Slóvakía, Pólland, Svíþjóð og Frakkland ætla að sækja um bæði mótin en Egyptaland aðeins um HM 2021 og Noregur og Suður-Kórea aðeins um HM 2023.

Færri umsóknir hafa borist í HM kvenna þessi sömu ár. Frakkar eru þeir einu sem hyggjast bjóða í HM 2021 en Noregur, Suður-Kórea og Frakkland ætla að sækja um HM 2023.

Handknattleikssambönd viðkomandi landa þurfa að samþykkja alla skilmála IHF fyrir 13. mars næstkomandi og leggja fram formlegar umsóknir fyrir 1. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×