Handbolti

Arnór með fimm mörk í sigri Bergischer | Níu íslensk mörk í sigri Aue

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnþór skoraði fimm mörk fyrir Bergischer í kvöld.
Arnþór skoraði fimm mörk fyrir Bergischer í kvöld. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk þegar Bergischer vann tveggja marka sigur, 28-30, á Minden á útivelli í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer í leiknum.

Gunnar Steinn Jónsson var ekki á meðal markaskorara þegar Gummersbach vann þriggja marka sigur, 24-21, á Erlangen á heimavelli.

Austurríski hornamaðurinn Raul Santos var markahæstur í liði Gummersbach með átta mörk en Julius Kühn kom næstur með sex mörk.

Ole Rahmel skoraði mest fyrir Erlangen, eða sex mörk, en Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað.

Þá vann Hamburg átta marka sigur á Lübbecke, 34-26, og Lemgo og Friesenheim gerðu jafntefli, 32-32.

Í B-deildinni vann Aue þriggja marka sigur, 29-26, á 2000 Coburg.

Sigtryggur Rúnarsson - sonur þjálfarans Rúnars Sigtryggssonar - skoraði fjögur mörk fyrir Aue. Frændi hans, Árni Þór Sigtryggsson, skoraði þrjú mörk og Hörður Fannar Sigþórsson tvö.

Bjarki Már Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson leika einnig með Aue.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×