Sport

Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna.

Aníta kom í mark á 2:01.56 mínútum og sló metið sitt frá því febrúarbyrjun sem var 2:01.77 mínútur. Hún náði næstbestum tíma allra inn í undanúrslitin.

„Þetta leit kannski út fyrir að vera auðvelt en þetta er aldrei auðvelt. Ég er mjög ánægð með að hafa komist áfram í næstu umferð," sagði Aníta Hinriksdóttir.

„Ég vil helst hlaupa fremst en þetta snýst alltaf um hvað hinar stelpurnar gera. Það er samt óskastaða fyrir mig að hlaupa fremst," sagði Aníta sem keyrði upp hraðann í hlaupinu.

„Ég hefði viljað ná fyrsta sætinu í riðlinum en það skiptir ekki máli því ég komst áfram og það á nýju Íslandsmeti," sagði Aníta og hún var spurð út í væntingar sínar í framhaldinu.

„Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér. Ég ætla samt að taka bara eitt skref í einu," sagði Aníta og næst er undanúrslitin klukkan 17.00 á morgun.


Tengdar fréttir

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt

Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×