Handbolti

Enn og aftur fór Bjarki á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már.
Bjarki Már. Vísir/aðsend
Bjarki Már Elísson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá ThSV Eisenach í sigri liðsins á Hamm-Westfalen í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Eisenach vann með minnsta mun, 31-30.

Eisenach hafði undirtökin nær allan leikinn og voru meðal annars 16-12 yfir í hálfleik. Þeir héldu svo fengnum hlut í síðari hálfleik og unnu þó að lokum nauman sigur; 31-30. Bjarki Már lék sem fyrr á alls oddi hjá Eisenach og skoraði hann að endingu níu mörk.

Íslendingarliðið EHV Aue fékk skell þegar liðið mætti TSV Bayer Dormagen í sömu deild í kvöld. Staðan var 13-8 Dormagen í vil í hálfleik og þeir stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik. Lokatölur tíu marka sigur Dormagen, 26-16.

Árni Sigtryggsson skoraði þrjú mrök fyrir Aue, en þeir Hörður Sigþórsson, Sigtryggur Rúnarsson og Bjarki Már Gunnarsson komust ekki á blað. Hörður var einu sinni sendur í kælingu. Aue er í tíunda sæti deildarinnar, en Dormagen er í sextánda sætinu.

TV Emsdetten vann góðan sex marka sigur á Tusem Essen, 31-27. Tobias Rivesjoe lék á alls oddi í liði Emsdetten en hann skoraði fimmtán mörk! Anton Rúnarsson bætti við þremur, Ernir Hrafn Arnarsson tveimur og Ólafur Bjarki Ragnarsson einu. Emsdetten er í 9. - 11. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×