Handbolti

Metáhorf á kvennahandbolta

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu fengu gull á þessu sögulega móti.
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu fengu gull á þessu sögulega móti. vísir/afp
Kvennahandbolti virðist vera í mikilli sókn í Evrópu enda var sett glæsilegt áhorfsmet á síðasta EM.

Alls fylgdust 723 milljónir með leikjunum á EM í desember síðastliðnum. Það er aukning um 90 prósent á áhorfi frá mótinu 2012 er 380 milljónir fylgdust með.

Metið var 461 milljón og það var sett árið 2006. Þetta er því engin smá aukning.

Ein helsta ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er að miklu meira var sýnt frá þessu móti en áður hefur verið gert. Alls voru sýndir 1.919 klukkutímar frá mótinu en á mótinu 2012 voru sýndir 758 klukkutímar.

Mótið var sýnt í 145 löndum um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×