Handbolti

Lindberg útskrifaður af gjörgæslu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lindberg í leik með Hamburg.
Lindberg í leik með Hamburg. vísir/getty
Hans Óttar Lindberg, leikmaður Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Lindberg meiddist í leik Hamburg gegn Berlínarrefunum á miðvikudaginn.

Lindberg lenti þá í slæmu samtstuði við Silvio Heinavetter, markmann Hamburg, en þeir skullu harkalega saman. Eins og Vísir greindi frá í gær lá Lindberg á gjörgæslu og óttast var um líðan hans.

Hann hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu, en nýrun urðu fyrir skaða eins og óttast var. Ekki er víst hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð, en hann þarf að minnsta kosti að vera í viku á spítalanum.

Hálf-Íslendingurinn mun því ekki spila næstu átta vikurnar í það minnsta, en Hamburg er Hamburg er í áttunda sæti deildarinnar. Síðasti leikur Hamburg er fimmta júní, en allar líkur eru á því að Lindberg muni ekki spila meira á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×