Körfubolti

Emil fyrsti Íslendingurinn sem nær 40 í framlagi í úrslitakeppninni í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Barja.
Emil Barja. Vísir/Andri Marinó
Leikstjórnandinn Emil Barja átti frábæran leik með Haukum í gær þegar Hafnarfjarðarliðið sótti sigur í Síkið á Sauðárkróki.

Haukar unnu leikinn 93-79 og Emil var með 19 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Emil hitti líka úr 9 af 10 skotum sínum í leiknum þar af öllum átta tveggja stiga skotum sínum.

Emil fékk alls 40 framlagsstig fyrir frammistöðuna sem er það hæsta sem íslenskur leikmaður hefur náð í einum leik í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í ár.

Hæsta framlag Íslendings í úrslitakeppninni fyrir leikinn í gær voru 35 framlagsstig sem Tindastólsmaðurinn Darrel Keith Lewis náði í sigri Stólanna á Ásvöllum í leiknum á undan.

Emil er líka fyrsti íslenski leikmaðurinn sem nær tveimur leikjum yfir þrjátíu í framlagi í þessari úrslitakeppni en hann var með 32 framlagsstig í öðrum leiknum á móti Keflavík í átta liða úrslitunum.

Hæsta framlag Íslendings í einum leik í úrslitakeppninni til þessa:

40 - Emil Barja, Haukum á móti Tindastól 13. apríl

35 - Darrel Keith Lewis, Tindastól á móti Haukum 10. apríl

32 - Emil Barja, Haukum á móti Keflavík 23. mars

31 - Justin Shouse, Stjörnunni á móti Njarðvík 29. mars

27 - Ingvi Rafn Ingvarsson, Tindastól á móti Þór Þporl. 20. mars

27 - Helgi Már Magnússon, KR á móti Grindavík 26. mars

27 - Justin Shouse, Stjörnunni á móti Njarðvík 22. mars

27 - Emil Barja, Haukum á móti Keflavík 27. mars

27 - Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorl. á móti Tindastól 23. mars

26 - Helgi Már Magnússon, KR á móti Grindavík 22. mars


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×