Handbolti

Dramatískt jöfnunarmark Luc Abalo og enn dramatískari lýsing | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Róbert Gunnarsson og félagar í Paris Saint-Germain gerðu 24-24 jafntefli á heimavelli við MKB Veszprem í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta í gær en jöfnunarmark franska liðsins kom á síðustu sekúndunni.

Ungverska liðið var 12-10 yfir í hálfleik og komst mest fimm mörkum yfir þegar aðeins þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Útlitið var því svart fyrir Frakkana sem voru á heimavelli en seinni leikurinn fer síðan fram í Ungverjalandi.

Franski landsliðsmaðurinn William Accambray kom þá inná völlinn og kom PSG inn í leikinn með því að skora fjögur mörk í röð. Thierry Omeyer varði líka mörg skot á lokamínútunum.

Þrátt fyrir það voru Ungverjarnir í frábærri stöðu til að landa dýrmætum sigri á útivelli. MKB Veszprem liðið var nefnilega með boltann þegar átta sekúndur voru eftir. Parísar-menn tókst samt að vinna boltann af þeim og Luc Abalo skoraði jöfnunarmarkið úr hraðaupphlaupi rétt áður en lokaflautið gall.

Það er hægt að sjá þetta dramatíska jöfnunarmark Luc Abalo og enn dramatískari lýsingu í myndbandi hér fyrir neðan en ehfTV birti það á Youtube-vefnum sínum.


Tengdar fréttir

Kiel tapaði í Ungverjalandi

Rimma Kiel og Pick Szeged í Meistaradeildinni er galopin eftir sigur ungverska liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×