Handbolti

Fjórtán íslensk mörk í sigri Emsdetten

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ernir Hrafn í landsleik.
Ernir Hrafn í landsleik. vísir/vilhelm
Ernir Hrafn Arnarsson fór á kostum í liði TV Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í dag, en Ernir skoraði níu mörk í sigri liðsins á Empor Rostock.

Emsdetten var mikið sterkari aðilinn og leiddi meðal annars 17-14 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þeir enn meira í og unnu að lokum tólf marka sigur, 38-26.

Ernir skoraði, eins og áður segir, níu mörk. Anton Rúnarsson bætti við fimm íslenskum mörkum, en Emsdetten er í tíunda sæti deildarninar. Empor Rostock er í því fjórtánda.

Ragnar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir TV Huttenberg í sömu deild, en þeir töpuðu 28-24 fyrir DJK Rimpar Wölfe. Ragnar var þar að auki sendur tvisvar í kælingu, en Huttenberg er í nítjánda sæti af tuttugu liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×