Handbolti

Kolding tók forystuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron gat leyft sér að fagna í dag.
Aron gat leyft sér að fagna í dag. vísir/daníel
KIF Kolding tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Álaborg í dönsku úrslitakeppninni í handbolta, en Kolding vann fyrsta leik liðanna 27-21.

KIF byrjaði af miklum krafti og komst í 3-0 og 8-3. Staðan í hálfleik var svo 15-8, Kolding í vil.

Þeir héldu svo uppteknum hætti og unnu að lokum sex marka sigur, 27-21.

Bo Spellerberg var markahæstur hjá Kolding með átta mörk, en Håvard Tvedten skoraði sjö fyrir Álaborg. Aron Kristjánsson þjálfar eins og kunnugt er Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×