Handbolti

Fannar skoraði sigurmarkið í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Þór Friðgeirsson.
Fannar Þór Friðgeirsson. Vísir/Getty
Fannar Þór Friðgeirsson var hetja TV Grosswallstadt í þýsku b-deildinni í kvöld þegar liðið vann 24-23 útisigur á Íslendingaliðinu EHV Aue.

Sigtryggur Rúnarsson og Hörður Sigþórsson höfðu jafnaði metin fyrir EHV Aue í 23-23 en Fannar skoraði síðasta mark leiksins tæpri mínútu fyrir leikslok.

Fannar Friðgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Grosswallstadt í leiknum en hjá Aue var Árni Þór Sigtryggsson markahæstur með sex mörk úr sjö skotum.

Sigtryggur Rúnarsson og Hörður Sigþórsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir EHV Aue í leiknum. Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson spilaði í vörn liðsins og Sveinbjörn Pétursson varði 1 af 5 skotum sem komu á hann.

Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var 11-11 í hálfleik. Grosswallstadt komst í 23-21 þegar sjö mínútur voru eftir og þá var komið að lokaþætti íslensku leikmannanna.

TV Grosswallstadt er í 7. sæti deildarinnar með 42 stig eða fimm stigum frá þriðja sætinu sem gefur sæti í þýsku úrvalsdeildinni. EHV Aue er í 9. sæti með 38 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×