Körfubolti

Ágúst Orrason skiptir úr Njarðvík í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Orrason og Falur Harðarson í kvöld.
Ágúst Orrason og Falur Harðarson í kvöld. Mynd/Keflavík Karfa á fésbókinni
Ágúst Orrason ætlar að spila með Keflvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en þetta var tilkynnt á fésbókarsíðu Keflvíkinga í kvöld.

Keflvíkingar fá þarna aðra skyttu á stuttum tíma en Magnús Þór Gunnarsson snéri aftur heim í gær. Ágúst er 21 árs gamall og 191 sentímetra framherji. Nú er spurning um hvor þeirra fær tíuna.

„Nýr leikmaður bættist í hóp karlaliðs Keflavíkur í kvöld. Við bjóðum Ágúst Orrason hjartanlega velkominn í Keflavík! Nú getur þristunum rignt í TM-Höllinni...," segir á fésbók körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Ágúst hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Njarðvíkingum en skiptir nú yfir í til erkifjendanna í Keflavík. Hann er hinsvegar uppalinn í Breiðabliki.

Ágúst var með 5,2 stig og 3,4 fráköst að meðaltali á 21,0 mínútu í úrslitakeppninni með Njarðvík en fékk mun minna að spila í síðustu fjórum leikjunum á móti KR en í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.

Ágúst skoraði einmitt mest í vetur á móti Keflavík en hann var með 13,0 stig að meðaltali í tveimur deildarleikjum Reykjanesbæjarliðanna.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×