Innlent

Halldóri Ásgrímssyni haldið sofandi í öndunarvél

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. Vísir/Teitur
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fékk hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Halldór var staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Halldóri er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans en eðli málsins samkvæmt leið nokkur tími þar til sjúkrabíl bar að garði í sumarhúsi Halldórs og fjölskyldu. Halldór hefur verið við ágæta heilsu en hann er á 68. aldursári.

Hann veiktist alvarlega jólin 2008 þegar hann fékk alvarlega lungnabólgu og var haldið sofandi í öndunarvél um tíma. Hann komst fljótlega á bataveg og hélt ótrauður starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×