Handbolti

Dagur EHF-meistari með Füchse

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Sigurðsson getur leyft sér að fagna í kvöld.
Dagur Sigurðsson getur leyft sér að fagna í kvöld. vísir/getty
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin urðu í dag EHF-meistarar eftir sigur á HSV Hamburg í úrslitaleiknum í Berlín, 30-27.

Staðan eftir stundarfjórðung var jöfn 6-6. Berlínarliðið byrjaði vel, en skoraði svo ekki frá áttundu mínútu til þeirrar sautjándu.

Þeir hrukku svo aftur í gang og staðan í hálfleik var 16-13, Füchse í vil. Þeir byrjuðu síðari hálfleikinn ekkert sérstaklega og HSV kom sér hægt og rólega inn í leikinn.

Í síðari hálfleikinn var dramatíkin mikil og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Füchse yfir, 26-24. Dramatíkin var ævintýraleg í lokin, en lokatölur urðu 30-27.

Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu síðasta tímabili með Füchse, en hann mun einbeita sér að þjálfun þýska landsliðsins í handbolta eftir tímabilið.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og gerðu það með miklum sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×